Nú er tími haustgróðursetninga byrjað var að gróðursetja í lok ágúst og verður hægt að planta þar til jörð frýs eða snjór leggst yfir.  Hjá Barra eru til plöntur af flestum tegundum, þó ekki ösp.  Við bendum bændum og búaliði að nota lausan tíma og veðurblíðu haustsins til að planta nýjum skógum.  Haustgróðursetning hefur komið vel út á undanförnum árum en þó er ekki hægt að gróðursetja það sem hætta er á frostlyftingu (í jarðvinnslur og bera mela).

Eins bendum við þeim sem vilja láta jarðvinna land fyrir gróðursetningu næsta árs að hafa samband við starfsmenn Héraðs- og Austurlandsskóga.