Þá hefur veturkonungur bundið enda á haustverkin. Rúmlega 161 þúsund plöntur hafa farið út frá Barra og Sólskógum núna í haust, 93 þúsund plöntur fóru út á svæði Héraðsskóga og tæpar 69 þúsund á svæði Austurlandsskóga. Hjá Héraðsskógum var mestu plantað af Rússalerki (Larix sukaczewii), Vörtubirki (Betula pendula), Alaskaösp (Populus trichocarpa) og Sitkagreni (Picea sitchensis), en hjá Austurlandsskógum var mest gróðursett af Sitkaelri (Alnus sinuata), Rússalerki og Birki (Betula pubescens). Töluvert hefur verið jarðunnið nú í haust þótt að snjór og bleyta hafi gert mönnum lífið leitt. Þeir sem vilja jarðvinnslur næsta vor eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband.
Bændur eru kvattir til að skila framkvæmdaskýrslum haustsins fyrir 11. nóvember á skrifstofu Héraðs- og Austurlandsskóga. Reiknað er með að haustframlögin verði greidd út í lok mánaðarins.