HEKLA hf. afhenti í vikunni nýjan Mitsubishi L-200 til Hekluskóga en fyrirtækið hefur í gegnum tíðina stutt við skógrækt á ýmsa vegu. "Hekluskógar eru okkur mjög kært verkefni enda tengjast fyrirtækið og eldfjallið Hekla sterkum böndum þar sem við höfum fengið Heklu-nafnið að láni frá því fyrirtækið var stofnað 1933" segir Knútur G. Hauksson forstjóri HEKLU. "Við vonum að þessi nýi L-200 pallbíll nýtist þeim vel við verkefnið enda hentar hann vel í verkefni sem þetta sem traustur og góður vinnubíll og fer um leið vel með þá sem í honum aka."