Ný kynningarmynd um Hekluskóga verður frumsýnd í ríkissjónvarpinu að kvöldi annars páskadags 9.apríl kl. 20:40. Myndin er unnin af Profilm og Kristni H. Þorsteinssyni með aðstoð nokkurra samráðsnefndarmanna Hekluskóga. Sagt er frá Heklugosum, jarðvegseyðingu og hugmyndum um Hekluskóga. Hafa kvikmyndagerðarmenn safnað efni í myndina síðustu tvö ár og gefur hún því mjög gott yfirlit yfir þau vandamál sem við er að eiga á Hekluskógasvæðinu, sem og hvernig koma má upp skógi á svæðinu. Reynt verður að koma myndinni á vef Hekluskóga á næstu vikum ef leyfi fæst. sjá www.hekluskogar.is