Eftirvæntingarfullir nemendur úr Giljaskóla koma til að reyna nýju hjólastólaróluna í Kjarnaskógi.
Eftirvæntingarfullir nemendur úr Giljaskóla koma til að reyna nýju hjólastólaróluna í Kjarnaskógi.

Aðstaða fyrir fatlaða til fyrirmyndar á nýjum Birkivelli

Í Kjarnaskógi á Akureyri hefur verið útbúið nýtt samkomusvæði með grillhúsi og leiktækjum í mjög fallegu umhverfi. Svæðið heitir Birkivöllur en auk myndarlegra birkitrjáa eru þar ýmsar fleiri trjátegundir, til dæmis falleg tré af gráelri og síberíuþin svo eitthvað sé nefnt. Í dag komu nemendur úr Giljaskóla ásamt kennurum sínum til að reyna hjólastólarólu sem sett hafði verið upp á Birkivelli.

Rólan gefur fötluðum börnum færi á skemmtun sem þau hafa ekki átt auðvelt með að njóta. Aðstaða fyrir fatlaða er til fyrirmyndar á Birkivelli. Þangað er auðvelt að komast á hjólastól og fatlaðir geta þar notið náttúrunnar, legið í grasi og notið lífsins eins og annað fólk. Skógræktarfélag Eyfirðinga sér um Kjarnaskóg samkvæmt samningi við Akureyrarbæ.

Hjólastólaróla í Kjarnaskógi reynd



Myndir og texti: Pétur Halldórsson