Í annarri viku febrúar kom hörkufrost víða inn til landsins.  Þegar slíkt gerist legst kyrrð yfir skóga og tré verða hrímuð.  Samspil hríms og sólarbirtu skapar ægifagurt landslag og verða jafn vel ungir skógar að heillandi ævintýralandi. Myndin sem hér fylgir var teknin í einum af yngstu þjóðskógunum, Höfða á Völlum.  Það er ekki síður ástæða til að njóta útivistar í skóglendi að vetrarlagi en á sumrin.

frett_22022007