Icelandic Agricultural Sciences fær heimasíðu ? www.ias.is

Vísindaritið Icel. Agric. Sci., eða IAS, hét áður ?Búvísindi? og er alþjóðlegt fagrit um lífvísindi tengdum landbúnaði og landnotkun. IAS hefur nú fengið nýja heimasíðu, www.ias.is, þar sem m.a. má nálgast allar vísindagreinar sem birst hafa í ritinu frá árinu 1988 á rafrænu formi.

IAS er eina alþjóðlega vísindaritið sem gefið er út hérlendis um rannsóknir sem tengjast skógrækt, fiskirækt, landgræðslu, landbúnaði og annarri landnýtingu.

Ný ritstjórn IAS hefur breytt nafni ritsins yfir á ensku, aukið enn kröfur um gæði vísindagreina. Allar greinar sem birtast í ritinu eru á ensku og eru ritrýndar af a.m.k. einum erlendum sérfræðingi (og einum innlendum), auk ritstjórnar. Í sambandi við þessa breytingu hafa nokkrir forstjórar stofnana sem standa að útgáfu ritsins, svo sem skógræktarstóri, samþykkt að meta ritið í stofnanasamningum sínum sem ? ritrýnt alþjóðlegt fræðirit?.

Næsta hefti IAS er þegar í yfirlestri ? og er von á því úr prentun með sumrinu. Þegar liggja fyrir handrit til birtingar í þarnæsta hefti, og ef nógu mörg ný handrit berast ritstjórn þá munu koma út fleiri en eitt hefti á árinu 2005 ? annars er síðasti skilafrestur settur á 31. mars, ár hvert.

Ritstjórn