#Vesturameríkuskógar2013

Í vesturhlíðum Sierra Nevada í Kaliforníu eru miklir skógar, einhverjir þeir hávöxnustu í heimi eins og sagt hefur verið frá í fréttum hér á skogur.is. Skýrist sú gróska af nægum raka sem þéttist úr loftinu sem kemur af Kyrrahafi. Austan við hátinda fjallanna er mun þurrara og þar eru skógar strjálli, lágvaxnari og tegundafátækari. „Lágvaxnari“ er að vísu afstætt þar sem skógarnir í vesturhlíðunum eru víða um 80 m háir en í austurhlíðunum aðeins um 30 metrar.

Skærgulir haustlitir nöturaspar í austurhlíðum fjallanna Sierra NevadaOfarlega í austurhlíðum fjallanna er varla annað skógarkyns að sjá en nöturasparkjarr (Populus tremuloides), sem svipaði nokkuð til íslensks birkikjarrs nema hvað haustlitirnir í byrjun október voru skærgulir. Aðeins neðar voru lundir af jeffrey-furu.

Jeffrey-furan hefur dökkan, rákóttan börk en börkur gamalla gulfura er reitóttur og gulleitur. Tegundirnar eru náskyldarÞessi fura (Pinus jeffreyi) er náskyld gulfuru (Pinus ponderosa) og var áður talin undirtegund hennar. Þær eru mjög svipaðar, en jeffrey-furan hefur dökkan, rákóttan börk á meðan börkur gamalla gulfura er reitóttur og gulleitur.

Jeffrey-furan vex einnig hærra til fjalla og í loftslagi þar sem vaxtartíminn er stuttur sökum þurrka. Hún hefur aldrei verið reynd á Íslandi en það væri áhugavert að gera.

Tahoe-vatn er í tæplega 2.000 m hæð norðarlega í Sierra Nevada og er þekktur ferðamannastaður, ekki síst til skíðaiðkunar að vetrarlagi. Eru þar miklir jeffrey-furuskógar, blandaðir stafafuru og rauðþin (Abies magnifica). Jeffrey-fura er tegund sem gjarnan mætti reyna hérlendisÞar eru einnig stöku risafurur (Sequoiadendron giganticum) innan um, en ná þar ekki sama þroska og vestan hátinda fjallanna, eru ekki nema 40 m háar við Tahoe-vatn.

 

Texti og myndir: Þröstur Eysteinsson
Kvikmyndataka: Hlynur Gauti Sigurðsson
Samsetning: Kolbrún Guðmundsdóttir
Fréttin var uppfærð 26.10.2021