Starfsfólk Klébergsskóla óskaði efir því að verkefnisstjóri Lesið í skóginn setti upp skógartengda útinámsdagskrá í Ólaskógi á fyrsta starfsdegi skólans á nýju starfsári. Hópurinn kynntist ferskum viðarnytjum og tálgutækni og til urðu litlir skartgripur úr eins og tveggja ára víðigreinum. Hópnum var skip í tvennt og var m.a. keppt í að kljúfa eldivið, semja ljóð eftir upplifunaræfingar og spáð í grisjun í þéttum asparlundi. Að endingu var farið í gegnum gerð eldstæða, eldbakstur og aðstöðu í kennslurjóðrum. Inn í dagskrána var fléttuð fræðsla um útinám, áherslur og aðferðir sem að gagni mætti koma í skólastarfi.

frett_17082011_2

frett_17082011_3

frett_17082011_4


frett_17082011_5

frett_17082011_6

frett_17082011_7

frett_17082011_8


Myndir og texti: Ólafur Oddsson