Búnaðarfélag Vopnfirðinga stóð fyrir kynningarfundi um skógrækt 12. apríl sl.

Á fundinum kynnti Guðmundur Ólafsson framkvæmdastjóri Austurlands-og Héraðsskóga það lagaumhverfi sem er fyrir hendi varðandi bændaskógrækt og fór yfir helstu framkvæmdir Héraðsskóga og starfsemi verkefnanna.

Jóhann F. Þórhallsson umsjónarmaður Austurlandsskóga fór yfir helstu stærðir fyrir Austurlandsskóga og þar komu meðal annars fram eftirfarandi upplýsingar um heildar framkvæmdir verkefnisins á árabilinu 2001 - 2004:

Gróðursettar hafa verið 524.527 pl.
9.000 kg af áburði.
26 km af skjólbeltum
22 ha jarðunnir
Alls er búið að gróðursetja í um 175 ha.lands.

Áætlaðar framkvæmdir 2005:

300.000 plöntur verða gróðursettar.
Lagðir 10 km af skjólbeltum.
Borin á 4.000 kg af áburði.
Jarðunnir 20 ha.
Kortleggja 11 jarðir eða 780 ha.