Ráðstefnan verður haldin í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri föstudaginn 8. mars 2013, kl. 9:30 til 17:00. 

Að Landsýn standa eftirfarandi stofnanir: Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Matvælarannsóknir Íslands, Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun. 

Ráðstefnan skiptist í neðangreindar þrjár málstofur: 
  • Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, lífríki og ræktun: Hvað hefur gerst og hvað getur gerst? 
  • Ástand og nýting afrétta. 
  • Sjálfbær ferðaþjónusta og heimaframleiðsla matvæla.

Skráning

Vinsamlega skráið þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 4. mars með því að senda tölvupóst á netfangið landsyn@lbhi.is með efninu Skráning. Í póstinum þarf að koma fram nafn, vinnustaður, hvort vinnuveitandi greiði ráðstefnugjald eða greitt verði á staðnum og hvort viðkomandi hyggist nýta sér rútuferðina. Ráðstefnugjaldi verður stillt í hóf en það 5.000 kr. Rútufargjald og veitingar eru innifaldar í gjaldinu.


Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir