(Mynd: Hekluskógar)
(Mynd: Hekluskógar)

Rætt um skógrækt á rofnu landi í einni málstofunni


Ráðstefnan Landsýn – vísindaþing landbúnaðarins verður haldin á Hvanneyri í Borgarfirði föstudaginn 7. mars 2014. Ráðstefnan verður með svipuðu sniði og í mars síðastliðnum. Formlegir aðstandendur ráðstefnunnar eru MAST, Veiðimálastofnun, Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins, Hólaskóli og Landbúnaðarháskóli Íslands.

Öllum er velkomið að koma með tillögur um erindi eða veggspjöld og að sjálfsögðu einnig að mæta taka þátt í ráðstefnunni. Auglýst var eftir hugmyndum að málstofum fyrir ráðstefnuna í október og urðu þessar málstofur fyrir valinu:

Landlæsi

Skógrækt á rofnu landi

Velferð dýra

Landbúnaðartengd ferðaþjónusta (vinnuheiti) 

Þegar fyrirlestrum er lokið verður veggspjaldasýning, þar sem höfundar standa við spjöld sín og kynna efni þeirra og svara fyrirspurnum. Efni veggspjaldanna þarf ekki að tengjast efni málstofanna. Þar kemur því ýmislegt til greina. Undirbúningshópurinn óskar nú eftir efni á ráðstefnuna, bæði erindum sem falla að umfjöllunarefnum málstofanna og veggspjaldakynningum. Hugmyndir óskast sendar til Fanneyjar Gísladóttur á netfangið fanney@lbhi.is.

Auk Fanneyjar er undirbúningshópurinn þannig skipaður:

Edda Sigurdís Oddsdóttir edda@skógur.is

Guðrún Stefánsdóttir gudrunst@holar.is

Halla Margrét Jóhannesdóttir hallaj@veidimal.is

Kristín Svavarsdóttir kristin.svavarsdottir@land.is