Græni geirinn vekur athygli á fagráðstefnunni Lauffall 2005 sem haldin verður föstudaginn 16. september á Hótel Loftleiðum.
Að Græna geiranum standa; Samband garðyrkjubænda, Félag garðplöntu-framleiðanda, Félag grænmetisfram-leiðenda, Félag blómaframleiðenda, Landssamband kartöflubænda, Félag gulrófnabænda, Félag blómaskreyta, Félag íslenskra landslagsarkitekta, Félag skrúðgarðyrkjumeistara, Félag iðn- og tæknigreina, Félag blómaverslana, Verndum og ræktum (Vor) og Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra. Þá munu Bændasamtök Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands koma að ráðstefnunni.
Markmið ráðstefnunnar er að leiða saman alla helstu hagsmunaaðila innan geirans, skapa líflega fyrirlestra og gera verk félaga innan geirans sýnilegri í augum almennings. Ráðstefnan er hugsuð sem uppskeruhátíð fyrir alla aðila sem tengjast viðkomandi starfsgreinum.
Ráðstefnugjald er 5.000kr en 3.500kr til nemenda LBHÍ. Skráning og nánari upplýsingar veitir Erla Bil Bjarnardóttir, netfang: erlabil@gardabaer.is
Dagskrá
Salur 1.
09:30 Skráning, afhending fundargagna og kaffiveitingar.
Fundarstjóri; Hermann Ólafsson, landslagsarkitekt FÍLA, Landhönnun
10:00 Setning ráðstefnu Ágúst Sigurðsson rektor LBHÍ
10:20 Ólafur Arnalds deildarforseti umhverfisdeildar LBHÍ
Íslenskur jarðvegur, ný þekking á eðli og myndun.
10:40 Guðríður Helgadóttir forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LBHÍ
Nýjar áherslur í notkun sumarblóma
Fjallað verður um aukna og sýnilegri notkun sumarblóma á vegum sveitarfélaga. Sumarblóm í kerjum og pottum, tegundaval og breytingar á því á síðustu árum. Sólpallavæðing og sumarblóm. Nýjar tegundir í ræktun á undanförnum árum, tilraunastarfsemi garðplöntuframleiðenda þar að lútandi.
11:00 Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur, Grasagarði Reykjavíkur
Nýjar áherslur í matjurtarækt
11:20 Fyrirspurnir og umræður
11:45 Matarhlé
Fundarstjóri; Erla Bil Bjarnardóttir garðyrkjustjóri Garðabæjar
13:00 Samson B. Harðarsson, landslagsarkitekt FÍLA, LBHÍ og Vegagerðin
Gróður með vegum, verkefni unnið fyrir Vegagerðina
Hvert er hlutverki gróðurs með vegum. Mismunandi umhverfi vega. Hönnun og plöntuvali með tilliti til mismunandi gerða vegsvæða. Varðveisla og flutningur á gróðri. Umhverfisaðstæður við vegi og áhrif þess á gróður. Einnig verður sýnt dæmasafn af gróðurnotkun við vegi hérlendis.
13:20 Jón Geir Pétursson skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands
Skógrækt í sátt við umhverfið
Skógar þekja afar lítinn hluta Íslands. Mikill áhugi er fyrir því að auka útbreiðslu skógarleifanna og rækta nýja skóga þar sem hentar. Skógrækt er viðfangsefni þúsunda einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Hefur skógrækt vaxið hröðum skrefum undanfarin ár.
Skógrækt veldur breytingum. Því er afar mikilvægt að hún falli sem best að heildasvipmóti lands og eins að hún raski ekki náttúru- eða menningarminjum.
Til þess að stuðla af því skipaði stjórn Skógræktarfélags Íslands þverfaglegan starfshóp frá ýmsum stofnunum og frjálsum félagasamtökum til að vinna að gerð leiðbeininga varðandi þessi atriði. Starfshópurinn hefur nú samið og sett fram handhægar leiðbeiningar um nýræktun skóga fyrir ræktunarfólk. Leiðbeiningar eru öllum aðgengilegar á vefsíðunni www.skog.is/leidbeiningar.htm. Þessar leiðbeiningar eru efni fyrirlestursins.
13:40 Guðmundur Vernharðsson, garðyrkjufræðingur, Gróðrastöðin Mörk
Nýjar tegundir sem spjara sig í trjárækt
14:00 Baldur Gunnlaugsson garðyrkjutæknir hjá V.S.Ó. Ráðgjöf
Gerð áætlana vegna umhirðu grænna svæða.
Í erindinu verður gerð stutt gein fyrir þeim kostum sem felast í umhirðuáætlanagerð og skipulagningu umhirðu grænna svæða almennt.
14:20 Fyrirspurnir og umræður
14:30 Kaffihlé
Fundarstjóri; Erla Bil Bjarnardóttir garðyrkjustjóri Garðabæjar
14:50 Aðalsteinn Sigurgeirsson skógerfðarfræðingur og forstöðumaður rannsóknarstöðvar skógræktar, Mógilsá
Ágengir og framandi skógar
Saga skógræktar á Íslandi undanfarna öld og allt fram á þennan dag hefur einkennst af leit að og ræktun á lífvænlegum trjátegundum sem samlagast geta hérlendum aðstæðum, án tillits til uppruna þeirra eða þjóðernis. Því er öðru hvoru haldið fram að innfluttar trjátegundir séu ?ágengar, framandi lífverurur? sem rýri fjölbreytni lífríkis og stuðli að aukinni einsleitni gróðursamfélaga. Í erindinu verður fjallað um þetta málefni, með skírskotun til dæma sem tengjast skógrækt, vistfræði innfluttra trjátegunda, alþjóðlegra sáttmála og sýn Íslendinga til umhverfis síns.
15:10 Einar E. Sæmundsen, landslagsarkitekt FÍLA Landmótun
Könnun á leikskólalóðum, hönnun og notagildi.
Einar E. Sæmundsen hjá Landmótun fékk árið 2002 styrk frá Rannsóknarsjóði leikskóla til þess að gera rannasókn á hönnun leikskólalóða. Könnunin var síðan unnin í samvinnu við Kristínu Þorleifsdóttur landslagsarkitekt. Könnunin nær til 28 leikskólalóða víðsvegar á landinu. M.a. var leitað svara við því hvernig mismunandi fletir til leikja og starfs á leikskólum skiptist á lóðinni ennfremur hvaða leikir og leiktæki henta mismunandi aldri á lóð. Greint verður frá nokkrum niðurstöðum sem könnunin leiddi í ljós.
15:30 Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt FÍLA, Landslag
Útivistarsvæði bæja
15:50 Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfr. hjá Náttúrustofnun Íslands
Ræktun fyrir fólk og fugla
Fjallað verðu um hvaða áhrif ræktun getur haft á fugla og hvernig hægt sé að stuðla að skemmtilegu fuglalífi með ræktun eða órækt ef því er að skipta.
16:10 Fyrirspurnir og umræður
16:30 Ávarp formanns Græna geirans / Ráðstefnuslit
Salur 2.
09:30 Skráning, afhending fundargagna og kaffiveitingar
Fundarstjóri; Tryggvi Marinósson formaður SAMGUS
10:00 Setning ráðstefnu Ágúst Sigurðsson rektor LBHÍ
10:20 Þórður Halldórsson Vor, Verndun og ræktun
Lífræn garðyrkja.
Fjallað verður almennt um lífræna ræktun sem valkost í hefðbundnum landbúnaði.
10:40 Jónína Þrúður Stefánsdóttir sérfræðingur á Umhverfisstofnun
Erfðabreyttar plöntur á Íslandi.
Farið verður yfir hvaða starfsemi með erfðarbreyttar plöntur hefur verið leyfð á Íslandi og reglur og eftirlit því tengt. Einnig verður sagt frá nýjum reglum Dana um samrætkun.
11:00 Einar Mäntylä sameindaerfðafræðingur hjá Orf Líftækni
Plöntulíftækni, grænn valkostur.
Miklar kröfur og væntingar eru gerðar til plöntulíftækni sem leiðar til að efla matvælaframleiðslu með sjálfbærum hætti. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti tækninnar sem þó hefur staðið af sér allar heimsendaspár gagnrýnenda. Tækninni má beita til að minnka notkun eiturefna í landbúnaði, auka matvælaöryggi og sem tæki í baráttunni gegn fátækt, skv. skýrslum SÞ. Auk matvæla má beita plöntulíftækni í grænum iðnaði til framleiðslu á verðmætum iðnaðar- og lyfjaafurðum úr plöntum.
11:20 Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri, Vottunarstofan Tún
Erfðabreytt framleiðsla, umhverfi, heilsufar og ímyndisáhrif
11:40 Fyrirspurnir og umræður
12:00 Matarhlé
Fundarstjóri; Áslaug Helgadóttir aðstoðarrektor LBHÍ
13:00 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hjá Háskóla Íslands og Veðurstofunni
Veðurfar og veðurfarsbreytingar.
13:20 Bjarni E. Guðleifsson plöntulífeðlisfræðingur LBHÍ
Áhrif væntanlegra loftlagsbreytinga á landbúnað á Íslandi
Gerð verður grein fyrir helstu loftslagsbreytingum á Íslandi fram til 2050 og hver gætu orðið áhrif þeirra á ýmsar greinar íslensks landbúnaðar. Einnig verður bent á hvernig landbúnaðurinn getur brugðist við breytingunum og rætt hvort atvinnuvegurinn getur lagt eitthvað af mörkum til að draga úr og milda loftslagsbreytinagarnar
3:40 Jón Guðmundsson, garðyrkjufræðingur
Ávaxtatré fyrir íslenskar aðstæður
14:00 Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðingur LBHÍ og Skógrækt ríkisins
Ný og vaxandi skaðvaldavandamál í græna geiranum
Í erindinu verða rakin dæmi um sjúkdóma og meindýr sem hafa af einhverjum ástæðum færst í aukana á síðustu árum. Einnig verður fjallað um það hvaða vandamál eru líkleg til þess að hrjá græna geirann í framtíðinni með aukinni ræktun og hlýnandi veðurfari.
14:20 Fyrirspurnir og umræður
14:30 Kaffihlé
Fundarstjóri; Áslaug Helgadóttir aðstoðarrektor LBHÍ
14:50 Brynjar Sæmundsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbnum Leyni
Grasflatir
Erindið mun fjalla um uppbyggingu almennra grasvæða.
15:10 Magnús Á. Ágústsson, garðyrkjuráðunautur, Bændasamtök Íslands
Blóma- og matjurtaræktun
Fjallað verður um stöðu þessara greina og þá þróun sem hefur átt sér stað og spáð í framtíðina út frá þeim tækifærum sem greinarnar eiga. Notkun lýsingar til heilsársframleiðslu hefur valdið byltingu í framleiðslu en mikilsvert er að markaðsetning og þróunarstarf sé í takti við aukna afkastagetu.
15:30 Sæmundur Þorvaldsson framkvæmdastjóri skjólskóga á Vestjörðum
Aukin fjölbreytileiki tegunda í skógarreitum.
15:50 Kristinn H. Þorsteinsson formaður Garðyrkjufélags Íslands
Gildi áhugamanna í ræktun og áhrif þeirra á græna geirann
16:10 Fyrirspurnir og umræður
16:30 Ávarpformanns Græna geirans / Ráðstefnuslit