Starfsfólk á aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins og Héraðs- og Austurlandsskóga á Egilsstöðum kættist þegar þessi sjón blasti við þeim út um skrifstofugluggana. Þarna var á ferðinni flutningabíll hlaðinn 40 rúmmetrum af lerkibolum úr Hafursárskógi á leið til Elkem á Grundartanga.

Í þessum mánuði og þeim næsta er áætlað að afhenda um 1200 rúmmetra timburs til Elkem úr öllum landshlutum. Timburflutningabílar munu því sjást víða á þjóðvegum landsins á næstunni.

13052013-(3)











Texti: Þröstur Eysteinsson
Myndir: Ólöf Sigurbjartsdóttir og Hlynur Gauti Sigurðsson