Sveppi er hægt að nota á ýmsan hátt í matargerð, s.s. í allskyns pott- eða ofnrétti, sósur eða steikja þá í smjöri og bera fram með kjöti, fiski og grænmeti.

Lerkisveppur er sérlega góður matsveppur og hentar m.a. vel í súpur. Elísabet Þorsteinsdóttir, eigandi og vert í Klausturkaffi á jarðhæð Skriðuklausturs í Fljótsdal, segir lerkisveppasúpuna sína alltaf vinsæla. Hún segir súpuna vera mjög einfalda og er svo vinsamleg að deila með okkur uppskriftinni.

Lerkisveppasúpa
(fyrir 6-8)

1 ½ lítri vatn
1 msk. villisveppakraftur
1 msk. grænmetiskraftur
½ msk. kjúklingakraftur
½ msk. kjötkraftur
smjörbolla (jöfn hlutföll af smjöri og hveiti, hrært saman, u.þ.b. 1 msk. af hvoru)
1 tsk. sérrí
½ lítri rjómi
150 gr. lerkisveppir, frosnir í 1 tsk. af smjöri

Villisveppa-, grænmetis-, kjúklinga- og kjötkraftur er látinn sjóða saman í vatni ásamt smjörbollu þar til krafturinn hefur leystst vel upp. Sérríi og rjóma er bætt út í og látið sjóða áfram. Lerkisveppir því næst steiktir í smjöri, bætt út í súpuna og látið sjóða smástund áður en hún er borin fram. Súpan er kremuð, þunn og afar gómsæt.

Magn sveppanna má minnka eða auka eftir því hversu drjúgt bragð menn vilja hafa af súpunni. Ef nota á þurrkaða lerkisveppi þarf um 15 gr. því þeir rýrna mikið. Elísabet mælir með að frysta sveppina ferska og án þess að steikja þá á pönnu. Þannig haldist þeir fagurgulir. Þegar þeir séu svo notaðir borgi sig ekki að láta þá þiðna fyrir fram, heldur setja þá frosna beint út í matinn og þannig haldi þeir sínum fallega lit.

Við minnum á Sveppahandbók Skógræktarinnar. Hana má nálgast hér: