Um síðustu helgi var haldið Lesið í skóginn námskeið í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Haldin voru tvö námskeið frá föstudegi til sunnudags, annars vegar grunnnámskeið fyrir byrjendur og hins vegar framhaldsnámskeið fyrir þá sem höfðu sótt slíkt námskeið áður.

26102012-(2)26102012-(3)Fullbókað var á bæði námskeiðin og sóttu þau samtals 25 þátttakendur á öllum aldri, þar af 3 börn sem mættu ýmist með foreldri sínu, afa eða ömmu. Þátttakendur komu úr næsta nágrenni Ísafjarðar; Súðavík, Flateyri, Suðureyri og Önundarfirði og með ólíkan bakgrunn en flestir áttu það sameiginlegt að hafa komið eitthvað nálægt handverki og skapandi viðfangsefnum. Sumir höfðu stundað útskurð, aðrir rennismíði og önnur skapandi viðfangsefni s.s. kennt í list og verkgreinum í skólastarfi. Þá voru skógarbændur einnig meðal þátttakenda sem ætíð er ánægjulegt.

Viðfangsefnin voru hefðbundin tálguverkefni í ferskum viðarnytjum en útfærslurnar urðu eins og oftast gerist afar ólíkar sem gerir þetta verkefni svo fjölbreytt og skemmtilegt. Farið var með báða hópana í Símsonsgarð og spáð í skógarhirðu og nytjar og hvar hægt er að finna efni í einstök verkefni um leið og tré og runnar eru snyrt.

Þá er fyrirhugað námskeið á Hólmavík á næstunni.







Myndir og texti: Ólafur Oddsson og Sólveig Bessa Magnúsdóttir