Skógrækt ríkisins og Fræðslumiðstöð Vestfjarða stóðu sameiginlega að því að halda tvö tálgunámskeið fyrir Vestfirðinga á norðanverðum Vestfjörðum. Námskeiðið var haldið á Hlíf, dvalarheimili aldraðra, þar sem félagsstarfið fer fram.

Þátttakendur voru frá Ísafirði og nágrannastöðum; Súðavík, Bolungarvík, Súgandafirði, Önundarfirði og Þingeyri. Níu þátttakendur voru á hvoru námskeiði og hittist hvor hópur tvisvar sinnum á föstudegi, laugardegi og sunnudegi.

Þátttakendur sýndu fína tálgutakta og vinnu við að búa til eldhúsáhöld og verkfæri sem nýtast í tálguvinnunni. Samstarfsaðilarnir stefna á að halda framhaldsnámskeið í haust og námskeið fyrir byrjendur.

Leiðbeinandi var Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins

03052012-4

03052012-1

03052012-2

Myndir og texti: Ólafur Oddsson