Garðyrkjuskólinn og Skógræktin vekja athygli á grunnnámskeiði í Lesið í skóginn - tálgað í tré, sem verður haldið um næstu helgi, 22. og 23. mars hjá Skógæktinni á Mógilsá.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Ólafur Oddsson frá Skógræktinni og Guðmundur Magnússon, handverksmaður á Flúðum. Námskeiðið stendur frá kl. 10:00 til 18:00 báða dagana.  Þátttökugjald er kr. 12.000.  Ekki þarf að koma með efni eða áhöld á námskeiðið, slíkt er allt á staðnum. Meðfylgjandi er lýsing á námskeiðinu;  Skráning fer fram í gegnum
netfangið; mhh@reykir.is eða hjá Ólafi Oddssyni í síma, 863-0380.


Námskeiðislýsing:
"Á grunnnámskeiðinu lærir þú að lesa í margbreytileg form trjánna og velja efni til ólíkra nota. Þú vinnur með ferskan við með hníf og exi, lærir að brýna og hirða bitverkfæri. Þú lærir tækni sem er örugg, létt og afkastamikil. Fjallað verður um einkenni og eiginleika íslenskra viðartegunda og undirstöðuatriði viðarfræði, skógarvistfræði og skógarhirðu. Þú kynnist
íslenskri skógræktarsögu og skógarmenningu.  Fjallað er um ýmsar þurrkunaraðferðir og geymslu viðar. Gerðir eru nokkrir nytjahlutir/ gripir og bent á ýmsa aðra nýtingarmöguleika".