Líf í lundi er yfirskrift fjölbreyttra viðburða sem verða í skógum víða um land um helgina. Skógræktin tekur að venju þátt í undirbúningi og framkvæmd Skógardagsins mikla á Hallormsstað en svo eru skógræktarfélög víða um land með ýmiss konar viðburði í skógum sínum. Viðburðirnir verða flestir á laugardag, 25. júní en annars á sunnudag eða mánudag. Efnt er til ljósmyndasamkeppni í tengslum við hátíðina og fólki boðið að skrá sig til leiks með því að nota myllumerkið #lifilundi þegar það deilir myndum sínum á Instagram eða Facebook.

Auglýsing fyrir Skógardaginn miklaUpphitun hefst reyndar fyrir Skógardaginn mikla kl. 18 á föstudagskvöld þegar í boði verður fiskisúpa í Mörkinni Hallormsstað og efnt til söngs. Fólk er beðið að koma með skógarbollann með til að fá súpu í og svo geta allir tekið þátt í söngnum. Á laugardag verða hefðbundin atriði á Skógardeginum mikla með matarveislu, Íslandsmóti í skógarhöggi, leiki, þrautum, tónlist og skemmtun þar sem Magni kemur meðal annars fram.

Ljósmyndasamkeppni

Farið með myndavélina eða símann út um helgina og takið myndir í skógum landsins, af viðburðum Lífs í lundi eða bara á ferðum ykkar um skógana. Deilið myndum á Instagram eða Facebook og notið myllumerkið #lifilundi til að myndin ykkar komist í pottinn. Valdar verða tíu bestu myndirnar og settar á Facebook-síðu Lífs í lundi og sú sem fær flest læk eða umsagnir vinnur. Spennandi skógræktarverðlaun eru í boði!

Viðburðir

Allir viðburðir undir merkjum Lífs í lundi eru kynntir á Skógargáttinni, skogargatt.is, en hér að neðan er stutt upptalning með hlekkjum á nánari upplýsingar:

Gleðilega hátíð!

Texti: Pétur Halldórsson