Nemarnir fengu kynningu á starfsemi Mógilsár í formi fyrirlestra. Fimm rannsóknaverkefni voru kynnt fyrir þeim:

-Skógvist, nýtt verkefni sem fjallar um lífbreytileika, framvindu og kolefnishringrás  í íslenskum skógum. 

-Landbót, sem fjallar t.d. um líffræðilegan fjölbreytileika í "tilbúnum" vistkerfum.

-Rannsóknir sem tengjast árhringjum trjáa og notagildi þeirrar fræðigreinar hérlendis  (sjá mynd).

-Einnig var sagt frá Íslenskri Skógarúttekt sem er í undirbúningi og fyrstu niðurstöðum úr rannsóknum á skógræktarskilyrðum á Íslandi.   Fjörug umræða skapaðist eftir fyrirlestrana og var tekist á um ýmis atriði varðandi íslensk skógræktarmál.
 

Myndin sýnir Eini úr Heiðmörk.  Hann er 78 ára samkvæmt mælingu árhringja en hefur aðeins 16mm radíus.  Mæling sem þessi fer fram í árhringjamæli sem tengdur er við tölvu.