Andri Snær Magnason fer með ljóð í Trjásafninu á Hallormsstað. Með honum voru Stefán Bogi Sveinsson …
Andri Snær Magnason fer með ljóð í Trjásafninu á Hallormsstað. Með honum voru Stefán Bogi Sveinsson og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir sem lásu ýmis ljóð eftir austfirsk ljóðskáld.

Andri Snær Magnason gestur „Litl ljóða hámerarinnar“ í Hallormsstaðaskógi

Skógurinn er upplagður vettvangur allan ársins hring til ýmiss konar viðburða. Skógarskjólið gerir að verkum að í skóginum er hægt að koma saman og njóta menningarviðburða jafnvel þótt utan skógarins sé næðingssamt og kalt. Á laugardaginn var haldin ljóðaganga í Hallormsstaðaskógi á vegum verkefnisins „Litl ljóða hámerin“. Aðalgestur ljóðagöngunar var skáldið Andri Snær Magnason en með honum voru Stefán Bogi Sveinsson og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir sem lásu ýmis ljóð eftir austfirsk ljóðskáld. Gengið var um Trjásafnið og staldrað við á völdum stöðum til að hlýða á ljóðalestur. Í lok göngunnar var drukkið ketilkaffi að hætti skógarmanna við bálköstinn. Meðfylgjandi myndir tók Þór Þorfinnsson skógarvörður að þessu skemmtilega tilefni.


Heimild og myndir: Þór Þorfinnsson