Litla ljóðahátíðin í Norðausturríki að hefjast

Ljóðaganga verður haldin í trjásafninu á Hallormsstað á fimmtudagskvöld, 16. október kl 20. Gangan er liður í dagskrá Litlu ljóðahátíðarinnar í Norðausturríki og er haldin í samvinnu við Skógrækt ríkisins.

Gengið verður um trjásafnið með kyndla. Við ljósið frá þeim og yl frá varðeldi og ketilkaffi verður hlýtt á frumort ljóð. Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, Sveinn Snorri Sveinsson, Ingunn Snædal og Stefán Bogi Sveinsson lesa úr verkum sínum.

Litla ljóðahátíðin er haldin á bæði Norðaustur- og Austurlandi og hefst með því að Hrafnkell Lárusson kynnir nýútkomna ljóðabók sína, Ég leitaði einskis ... og fann, í Eymundsson á Akureyri kl. 16.30 á fimmudag. Um kvöldið er ljóðagangan í Hallormsstaðaskógi en þess má geta að ljóðaganga verður einnig á sunnudag í samvinnu við Skógræktarfélag Eyfirðinga. Hún verður haldin kl. 14 í Vaðlaskógi gegnt Akureyri. þar koma fram Bjarki Karlsson, Kristín Eiríksdóttir, Kristian Guttesen og fleiri. Nánari upplýsingar um dagskrána eru í auglýsingunni hér fyrir neðan. Smellið á myndina til að stækka.

.