Á sýningunni gefur að líta landslagslistaverk eftir þær Pia Skogberg og Lise Glindvad, Loftslagsupplýsingasvæfilinn, en hann beinir athyglinni að því hvernig fólk flokkar upplýsingar í loftslagsumræðunni.

Verkin verða einnig sýnd í Danmörku og Svíþjóð á árunum 2008 –2010.

Um verkið segja listamennirnir:

Loftslagsbreytingar eru staðreynd sem allir verða að taka afstöðu til. Það dynja á okkur upplýsingar, mótsagnakenndar staðreyndir og mismunandi vísindalegar upplýsingar sem settar eru fram sem sannleikur. Við munum með stuttum, upplýsandi textum úr loftslagsumræðunni sem settir eru í faglegt, listrænt og fagurfræðilegt samhengi í öðru rúmi, opna áhorfandanum möguleika á að íhuga loftslagsmálin við aðstæður þar sem hann/hún tekur við án síunar og notar öll skynfæri.


Sýningin er styrkt af Menningarráði Austurlands og Fljótsdalshéraði.


Fljótsdalshérað   Menningarráð Austurlands