Miðgarði Skagafirði 29.-30. ágúst

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda verður haldinn í Miðgarði í Skagafirði 29.-30. ágúst í kjölfar lokaráðstefnu Kraftmeiri skóga. Skógareigendur á Norðurlandi sjá um undirbúning og skipulagningu fundarins að þessu sinni.

Ráðstefna Kraftmeiri skóga hefst kl. 13.30 föstudaginn 29. ágúst og lýkur kl. 15.30. Klukkutíma síðar hefst svo aðalfundur LSE, kl. 16.30. Að venju lýkur aðalfundinum með árshátíð félagsins.

Fundarfólk er beðið að skrá sig sem fyrst, bæði á fundinn árshátíðina og í gistingu hjá framkvæmdastjóra LSE. Bæði má senda skeyti á netfangið hronn.lse@gmail.com og  hringja í síma 480-1826 eða 899-9662.

Gisting

Hótel Varmahlíð:  Verð hver nótt í 1 manns herbergi m/morgunverði   15,700 kr. Í tveggja manna herbergi m með morgunverði 20.250 kr. og í þriggja manna herbergi 24.700 kr. með morgunverði.

Steinsstaðir, Lauftún og Húsey: Verð  hver nótt á mann,  7.000 kr. með morgunverði.

Langamýri:Verð hver nótt á mann, 8.000 kr. með morgunverði.

Kvöldverður föstudagskvöldið 29. ágúst 2.900 kr. og hádegismatur laugardaginn 30. ágúst, 1.800 kr. Hátíðarkvöldverður á laugardag, 6.900 kr.

Vonast er eftir góðum og fjölmennum fundi og eru félagsmenn beðnir að skrá sig sem fyrst.