Héraðsskógar hafa frá fyrstu árum sínum rekið áhaldahús þar sem aðstaða hefur verið til að geyma ýmis tæki sem tengjast rekstri skógræktarverkefnisins.  Á síðustu árum hefur framkvæmd skógræktarinnar færst í sífellt meira mæli á ábyrgð bænda, og því er ekki lengur talin þörf fyrir að verkefni sé með slíka aðstöðu. 

Að undanförnu hefur verið hreinsað út úr húsinu og nú þurfum við að koma í verð einni úðadælu og einu hleðslutæki.  Óskað er eftir tilboðum í tækin, upplýsingar veita starfsmenn Hérðasskóga.