„Það er mikill vöxtur og í rauninni meiri vöxtur en við höfum búist við. Þannig að síðustu fimm árin hefur mjög mikið gerst,“ segir Björn. „Málið eins og með þessi loftslagsmál, þau eru náttúrulega oft mjög flókin og geta verið óáþreifanleg en það sem er náttúrulega mjög áþreifanlegt er þetta hérna,“ segir hann, og bendir á trén.
„Þetta tré hérna, sem ég er að fara að mæla hér, hefur verið mælt tvisvar sinnum áður. 2007, 2012 og 2017. Og nú erum við að mæla það í fjórða sinn hérna,“ segir Björn og mælir tréð með sérstökum mælitækjum sem notuð eru við úttektirnar. „Það er alveg búið að vaxa um einhverja rúma tvo metra á fimm árum,“ bætir hann við.
- Fréttin á vef Ríkisútvarpsins: Mæla kolefnisbindingu íslenskra skóga
- Nánar um Íslenska skógarúttekt