Trjágróður á Suðurlandi hefur ekki farið varhluta af góða veðrinu sem þar hefur verið síðustu sumur. Í vikunni voru gerðar mælingar í nokkrum skógarteigum í Þjórsárdal og hefur vöxtur verið mikill síðustu ár. Sitkagreni (kvæmi Homer) sem mælt var og gróðursett árið 1967 hefur verið að vaxa um 15 teningsmetra m3 á ári síðustu 5 ár. Stafafura (kvæmi Skagway) hefur líka vaxið vel og í skógarteig gróðursettum 1965 hefur hún gefið af sér um 14 teningametra m3 á sama tímabili. Einnig var mældur teigur af rússalerki gróðursettu 1980. Kvæmið er MoDo og hefur það vaxið áfallalaust hingað til og hefur vöxtur þess verið um 9,5 teningametrar m3 á ári. Hæðarvöxtur hefur einnig verið mikill og er ekki óalgengt að sjá árssprota yfir 70 cm.

frett_06062008(2)