Málþing:
,,  skjól  -  skógur  -  skipulag  ?

Staður:     Í húsi Orkuveitur Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1
Stund:   Föstudagurinn 3. september 2004 frá kl. 13.00 til 17:00
Kostnaður:  kr. 2.500.- innifalið er kaffi og geisladiskur með erindum fyrirlesaranna
Aðstandendur:  Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Skógrækt ríkisins,  Landgræðsla ríkisins, Félag íslenskra landslagsarkitekta FÍLA og  Arkitektafélag Íslands AÍ
Þátttaka tilkynnist:  Helga Birni Ólafssyni endurmenntunarstjóra LBH  í síma 433 7040,  860 7304     eða á netfangið helgibj@hvanneyri.is

Dagskrá: 
13.00 Alexander Robertson skógfræðingur (PhD)  frá Kanada  -   ?Wind patterns - visualiztion ?  shelterbelts ? design features? 13.45 Umræður
14.00 Sigurður Harðarson arkitekt FAÍ  -  ?Áhrif vinda á byggingar  -  mikilvægi skjóls?
14.30 Umræður og kaffihlé
15.00 Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt FÍLA -  ?Skógrækt í skipulagsáætlunum?
15.30 Umræður og tilraunir
17.00 Málþingi lýkur

Markmið fræðslufundarins:

Að efla  umræðu og fræðslu um mikilvægi  samspils  skipulags ? skógar og skjóls.
Að gefa þeim aðilum er vinna að og hafa áhuga á skipulagsmálum tækifæri til að auka við þekkingu sína  á  hlutverki skjólbelta og trjágróðurs til skjóls
Að gefa þeim aðilum  er vinna að og hafa áhuga á skógrækt og skjólbeltagerð tækifæri til að auka við þekkingu sína á skipulagsmálum og samspili skipulags,  skjólbelta og trjágróðurs
Að gefa skipulagsfólki og skógræktarmönnum tækifæri til að hittast, fræðast og skiptast á skoðunum.

Fyrirlesarar:

Alexander (Sandy) Robertson, skógfræðingur (PhD)
er Íslendingum að góðu kunnugur.  Hann kom fyrst hingað til lands 1963 og hefur verið ráðgjafi í mörgum skógræktarverkefnum hér á landi m.a. asparverkefni í Gunnarsholti, og  Skjólskógum á Vestfjörðum.
Heimaland Sandys er Skotland, þrátt fyrir að hann hafi búið og starfað í áratugi á Nýfundnalandi.
Hann er skógrfræðingur að mennt (PhD) og hefur unnið bæði fyrir ríkisskógræktina í Kanada og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi, en áhugasvið hans og jafnframt efni doktorsritgerðar er áhrif vinds, skjólmyndun við þéttbýlið  og skjólbelti og landslag.

Sigurður Harðarson arkitekt FAÍ 
hefur verið sjálfstætt starfandi arkitekt hér á Íslandi um árabil  og unnið að margvíslegum skipulags- og byggingaverkefnum í starfi sínu. Á undanförnum árum hefur hann fjallað mikið um mótun skipulags og mannvirkja á forsendum náttúru- og veðurfars.
Hann hefur haldið fjölda erinda um athuganir og tilraunir sínar og félaga sína bæði erlendis og hér á landi  - m.a. við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

Yngvi Þór Loftsson  landslagslagsarkitekt FÍLA,

hefur verið sjálfstætt starfandi landslagsarkitekt hér á Íslandi um árabil  og unnið að margvíslegum skipulags- og hönnunarverkefnum í starfi sínu. Á undanförnum árum hefur hann komið að vinnu við skiplagsáætlanir þar sem skógræktar- og landgræðslusvæði hafa verið til umfjöllunar.