Samráðsnefnd um Hekluskóga boðar til málþings, miðvikudaginn 12. okt. nk. kl. 14.00-17.00 í fundarsal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Vatnsmýrinni í Reykjavík,

Hugmyndir um Hekluskóga ganga út á að endurheimta náttúruskóga í nágrenni Heklu sem minnka myndu vikurfok í kjölfar gjóskugosa úr eldfjallinu.

Megintilgangur Hekluskóga er að verja landið fyrir áföllum vegna öskufalls með því að endurheimta náttúrulegan birkiskóg og kjarrlendi á stórum, samfelldum svæðum.

Dagskrá málþingsins:

14:00 Málþing sett: Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra
14:10 Svipmyndir frá Hekluskógasvæðinu
14:20 Hekluváin: Áhrif gjósku frá Heklu. Árni Hjartarson, jarðfræðingur.
14:35 Af skóg- og jarðvegseyðingu í grennd við Heklu. Sveinn Sigurjónsson, bóndi
14:50 Hekluskógar, frá hugmynd að veruleika
Ása L. Aradóttir og Hreinn Óskarsson, fulltrúar samráðsnefndar.
15:20 Fyrirspurnir og umræður

15:40 Kaffiveitingar

16:00 Pallborðsumræður um gildi Hekluskóga:
· Frá sjónarhóli landeigenda. Sigríður Heiðmundsdóttir, bóndi
· Frá sjónarhóli sveitarstjórnarmanna. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra
· Í samhengi við alþjóðleg umhverfismál. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu.
· Viðhorf fulltrúa stjórnmálaflokkanna.

17:00 Málþingi slitið: Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra.

Fundarstjórar: Drífa Hjartardóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismenn.

Málþingið er öllum opið.

Að samráðsnefnd um Hekluskóga standa landeigendur á Hekluskógasvæðinu, Landgræðsla ríkisins, Landgræðslusjóður, Skógræktarfélag Árnesinga, Skógræktarfélag Rangæinga, Skógrækt ríkisins og Suðurlandsskógar.