Grenndarskógar auka fjölbreytni í skólastarfi og gefa fleiri nemendum tækifæri til að finna viðfangsefni við sitt hæfi í skólagöngunni 19. febrúar í Kennaraháskóla Íslands

frá kl. 14.00- 17.00 í stofu H 207.

Þuríður Jóhannsdóttir, sérfræðings hjá Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands kynnir mat á skólaþróunarverkefninu Lesið í skóginn: Grenndarskógur- ný tækifæri í skólastarfi.

Markmið skógarfræðslunnar er að nýta grenndarskóga í skólastarfi.

Í Reykjavík hefur samstarfið um verkefnið Lesið í skóginn staðið í 5 ár. Á þeim tíma hafa 10 grunnskólar eignast grenndarskóg sem sína útiskólastofu. Í grenndarskógunum hefur verið byggð upp aðstaða útikennslu. Starfsmenn skólanna fá fræðslu og þjálfun í skógarhirðu og leiðbeiningar um að nota skóginn sem útikennslustofu. Flesta námsgreinar má kenna í útistofunni. Nám í útiskólastofu stuðlar að aukinni hreyfingu nemenda, tengir þá við náttúruna og nemendur fá margs konar þjálfun í lífsleikni.

Á málþinginu koma fram niðurstöður starfsins í skólunum á landsbyggðinni. Jafnframt er bent á nýjar leiðir í skólastarfi með skógarfræðslu.  Á grundvelli þróunarverkefnisins í Reykjavík var árið 2003 stofnað til samstarfs við 7 grunnskóla á landsbyggðinni. Samstarfsaðilar í Reykjavík eru: Skógrækt ríkisins, Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Kennaraháskóli Íslands, Skógræktarfélag Reykjavíkur, Kennarasamband Íslands, og Menntasvið Reykjavíkurborgar. 

Skógrækt ríkisins og Norðurlandsskógar hafa leitt skógræktarþátt skólanna á landsbyggðinni. Kennaraháskóli Íslands og Kennarasambandið hafa séð um tengsl við kennaramenntunina. Námsgagnastofnun hefur hlutverk varðandi námsefnigerð.

Þátttökuskólarnir í landsbyggðarverkefninu eru Laugarnesskóli, Andakílsskóli,

Kleppjárnsreykjaskóli, Varmalandsskóli, Hrafnagilsskóli, Hallormsstaðaskóli og

Flúðaskóli.

Nánari upplýsingar veita:

Ólafur Oddsson, s: 8630380

Þuríður Jóhannsdóttir, s: 8930826