Villt íslenskt birki norðan Hálsmela í Fnjóskadal.
Villt íslenskt birki norðan Hálsmela í Fnjóskadal.

Flokkun lands í vistgerðir kynnt og kortasjá opnuð

Vistgerðarhluti verkefnisins Natura Ísland verður kynntur á málþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem haldið verður á Grand hótel í Reykjavík 17. mars kl. 13-16.

Kynntar verða niðurstöður flokkunar lands í vistgerðir og kortasjá opnuð sem sýnir útbreiðslu hverrar vistgerðar á landinu. í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands segir að flokkunin eigi sér fyrirmynd í viðurkenndri flokkun á vistgerðum í Evrópu og muni nýtast stjórnvöldum, sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi við alla skipulagsgerð, skynsamlega landnotkun, vernd náttúrunnar og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.

Fundarstjóri á málþinginu verður Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Dagskráin er á þessa leið:


13.00 Setning málþings. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands
13.10 Ávarp. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
13.20 Flokkun náttúru Íslands í vistgerðir. Trausti Baldursson, forstöðumaður vistfræði- og ráðgjafadeildar á Náttúrufræðistofnun Íslands
13.35 Vistgerðir á landi. Sigurður H. Magnússon, plöntufvistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands
13.50 Vistgerðir í ferskvatni. Marianne Jensdóttir Fjeld, vatnalíffræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands
14.05 Vistgerðir í fjöru. Gunnhildur I Georgsdóttir, umhverfisfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands
14.20 Kaffihlé
14.40 Kortasjá, niðurhal og vefur. Lovísa Ásbjörnsdóttir, sviðstjóri landupplýsinga á Náttúrufræðistofnun Íslands
15.00 Pallborðsumræður
          Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
          Árni Bragason landgræðslustjóri
          Eydís líndal Finnbogadóttir, starfandi forstjóri Landmælinga Íslands
          Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands
          Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga
          Snorri Baldursson, formaður Landverndar