Síðustu ár hefur Skógrækt ríkisins fengið aðstoð við ýmis verkefni í þjóðskógunum frá sumarvinnuhópum Landsvirkjunar, Margar hendur vinna létt verk. Hefur samstarfið gengið ágætlega og hafa unglingarnir unnið við stígagerð, gróðursetningu og fráklippingu í skógunum. Á meðfylgjandi myndum sést unglingahópur úr Búrfellsstöð klippa frá rauðgreni í Þjórsárdalsskógi. Skógræktarmenn vilja þakka Landsvirkjun fyrir gott samstarf.


Mynd: Jóhannes H. Sigurðsson