Skógrækt ríkisins og Hekluskógar hafa áður sagt frá. Þá var því einnig haldið fram að oft fylgdust að mikið fræmagn og frægæði. Nú er komið í ljós að frægæði voru hin mestu sem sést hafa. Spírunarpróf voru gerð í vetur á birkifræi sem safnað var í Fljótshlíðinni og á Rangárvöllum.

Niðurstöðurnar eru þær að birkifræ úr Bolholti á Rangárvöllum og Tumastöðum í Fljótshlíð voru með um 1000 spírandi fræ í hverju grammi af þurru fræi. Birkifræ úr Þorsteinslundi var með yfir 1400 spírandi fræ í grammi. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á þau 150 kg af birkifræi sem Hekluskógar fengu frá ýmsum aðilum og sáð var á um 150 ha lands í Hekluskógum síðasta haust, má leiða líkur að því að þar hafi verið dreift um 150.000.000 spírandi fræjum og ef 1% þeirra spírar gætu sprottið upp um 1,5 milljón plöntur á næstu árum. Ólíklegt verður þó að teljast að svo vel takist til, en þó má segja að það eru mun meiri líkur á að upp spretti skógar af fræi á trjálausum svæði þegar frægæðin eru svo mikil. Einnig er líklegt að mikil sjálfsáning muni eiga sér stað í kjölfar fræársins út frá eldri birkiskógum t.d. Búrfellsskógi, skógum í Næfurholts- og Selsundslandi, í kring um Gjána í Þjórsárdal og víðar.


Frétt: Hekluskógar