Svona skemmtilegan hest er hægt að búa til með samsetningu á þurrum viði og fersku greinaefni.
Svona skemmtilegan hest er hægt að búa til með samsetningu á þurrum viði og fersku greinaefni.

Áhugasamt starfsfólks Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar

í síðustu viku voru haldin þrjú námskeið undir merkjum Lesið í skóginn. Þar af var eitt námskeið fyrir starfsfólk Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Nám­skeiðið, sem haldið var í frí­stunda­mið­stöð­inni í Gufunesbæ, sóttu ellefu manns þótt þátttaka sé að öllu jöfnu takmörkuð við 10 þátttakendur.

Námskeiðið var tvískipt og lærðu þátt­tak­end­ur öruggu hnífsbrögðin fyrri daginn en þann seinni var áhersla lögð á að búa til ýmiss konar fígúrur og dýr með samsetn­ingu á þurru og fersku greinaefni sem auðvelt er að finna í nágrenninu með grisjun og umhirðu trjá- og runnagróðurs.

Eins og sjá má á myndunum skorti ekkert á áhugann og sköpunargáfuna. Notast var við stórar og smáar birki-, aspar- og víðigreinar og til urðu margs konar dýr og fígúrur.

Þátttakendur kváðust hafa mikinn áhuga á að nýta sér þessa nýju reynslu í starfi með börnum, hvort sem væri á leikskólum, grunnskólum eða í frístundastarfi.




Texti og myndir: Ólafur Oddsson