Ágætur vöxtur hefur verið í trjágróðri sunnanlands í sumar og hafa víða sést langir árssprotar. Á meðfylgjandi mynd má sjá árssprota á sitkagreni í Haukadal sem mældist 81 cm nú á haustdögum. Ólafur E. Ólafsson aðstoðarskógarvörður stendur við tréð. Án efa má finna lengri sprota á greni í Haukadal og víðar og væri gaman að heyra frá lesendum ef þeir hafa mælt lengri grenisprota.