Mikill fjöldi trjáa, hefur verið felldur við Kópavogshæli, þar sem Arnarfell undirbýr byggingaframkvæmdir fyrir Kópavogsbæ, en þar stendur til að byggja um 230 íbúðir.

 

Loftmynd af svæðinu þar sem rjóðurfellt hefur verið (Mynd: WikiMapia)

Tré af öllum stærðum og tegundum liggja á víð og dreif um byggingarsvæðið. Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar, segir að um tvö hundruð tré hafi verið fjarlægð í fyrra og gróðursett á nýjan leik. Hann hefur ekki tölu á þeim sem voru felld.

"Það var alveg ljóst að það ættu að fara tré þegar samþykkt var deiliskipulag á þessu svæði," segir Friðrik. Ekki hafi verið hægt að flytja stærstu trén.

Aðspurður hvort frágangur á svæðinu sé eðlilegur að hans mati, svarar Friðrik að þetta sé byggingarsvæði, byggja eigi þar sem tré voru fyrir. Allt nýtilegt hafi verið tekið og annað ekki.

Jón Loftsson skógræktarstjóri kannast ekki við að hafa veitt leyfi fyrir gerð rjóðursins á Kópavogstúni og segir málið verða rannsakað hið fyrsta. Hann taki síðan ákvörðun um framhaldið.

Skáletraður texti: kóþ/Fréttablaðið


Eftirfarandi myndir voru teknar á vettvangi í morgun. Um er að ræða liðlega hundrað hálfrar aldar gömul tré, mest sitkagrenitré, sem mynduðu þétt og hátt skjólbelti frá norðaustri til suðvesturs, ofan Kópavogshælisins.


frett_02032007_1

frett_02032007_2

frett_02032007_3

frett_02032007_4  

frett_02032007_5

frett_02032007_6

frett_02032007_7 

frett_02032007_8

frett_02032007_9 

frett_02032007_10