Skjámynd af myndbandavef Skógræktarinnar þar sem komin eru inn myndbönd frá Fagráðstefnu skógræktar …
Skjámynd af myndbandavef Skógræktarinnar þar sem komin eru inn myndbönd frá Fagráðstefnu skógræktar á Hallormsstað 3.-4. apríl 2019

Ný myndbönd hafa verið vistuð á myndbandavef Skógræktarinnar. Þar segja nokkrir frummælendur á nýafstaðinni Fagráðstefnu skógræktar stuttlega frá viðfangsefnum sínum og sömuleiðis er þar að finna samantekt með brotum úr flestum fyrirlestrunum.

Fagráðstefna skógræktar fór fram á Hótel Hallormsstað dagana 3.-4. apríl með yfirskriftinni Öndum léttar - landnotkun og loftslagsmál. Lofts­lagsmál voru meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni en Landgræðslan tók að þessu sinni þátt í undirbúningi og framkvæmd ráðstefnunnar. Upphafserindi hélt Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og erindi tileinkuð yfir­skriftinni voru uppistaðan í dagskránni fyrri daginn. Glærur eða upptökur af öllum erindum er að finna á síðu ráðstefnunnar á skogur.is og nú eru að auki komin út myndbönd með um helmingi fyrirlesaranna þar sem þau segja stuttlega frá því sem þau tóku fyrir í erindum sínum.

Myndbandavefur Skógræktarinnar

Texti: Pétur Halldórsson