Mikilvægt er að efla varnir gegn gróðureldum, meðal annars með góðri fræðslu
Mikilvægt er að efla varnir gegn gróðureldum, meðal annars með góðri fræðslu

Brunavarnir Árnessýslu, Landbúnaðarháskóli Íslands, verkfræðistofan Verkís og Skógræktin standa fyrir námskeiði um forvarnir gegn gróðureldum föstudaginn 8. mars. Námskeiðið verður haldið að Reykjum í Ölfusi og hentar sérstaklega bændum, skógareigendum og öðrum sem eiga eða sjá um land þar sem eldur getur brunnið og ógnað verðmætum.

Á námskeiðinu verður fjallað um hvaða lög og reglugerðir gilda um brunavarnir á skógarsvæðum og í sumarbústaðalöndum. Kynnt verður vefsíðan www.gróðureldar.is farið yfir skipulag skóga og ræktaðra svæða með tilliti til brunavarna, fjallað um varnarsvæði og gróðurgerðir á slíkum svæðum. Einnig verður fjallað um mikilvægi vega og slóða á ræktuðum svæðum og gott aðgengi að vatni.

Er trjágróður miseldfimur?  Hvað töpum við miklu kolefni ef hann brennur? Er hægt að tryggja tré eða skóg? Þessar spurningar verða ræddar ásamt fleirum. Sagt verður frá þeim búnaði og aðferðum sem nýtast við að ráða niðurlögum gróðurelda, hvernig huga skal að næsta slökkviliði og hvaða búnað það hefurtil umráða og spurt hvort öll slökkvilið útbúin með sama hætti. Einnig verður spurt hver séu fyrstu viðbrögð við gróðureldum, hvað þurfi að vera til staðar í til dæmis sumarhúsinu eða á svæðinu, og hvort það skipti máli hvers konar gróður er næst mannvirkjum.
 
Kennarar á námskeiðinu verða Dóra Hjálmarsdóttir Verkís, Björn B. Jónsson og Björn Traustason Skógræktinni, Pétur Pétursson og Haukur Grönli Brunavörnum Árnessýslu og Björgvin Örn Eggertsson LbhÍ. Námskeiðið verður föstudaginn 8. mars í húsakynnum Landbúnaðarháskólans að Reykjum í Ölfusi. Það hefst kl. 13.30 og lýkur kl. 17:  Námskeiðsgjald er 8.800 krónur og innifalið er kaffi og kennslugögn.

Sækja um