Morgunblaðið ræðir við Níels Magnússon, starfsmann Skógræktar ríkisins í Haukadalsskógi

Í laugardagsblaði Morgunblaðsins 19. desember er rætt við Níels Magnús Magnússon, skógarhöggsmann hjá Skógrækt ríkisins í Haukadal, um verkefnin í skógnum í aðdraganda jólanna, um grisjun og tilgang hennar en líka almennt um starfið í skóginum. Grein blaðsins er á þessa leið:

„Við byrj­um að saga niður jóla­tré um miðjan nóv­em­ber og ger­um það áfram al­veg fram að jól­um. Fyrstu jóla­trén sem við fell­um eru stærstu trén, al­veg upp í tíu metra há en þeim er ætlað að standa á torg­um. Þetta árið voru öll þau stóru tek­in á Tuma­stöðum því þau hafa verið höggv­in hér í svo mörg ár, við reyn­um að skipta þessu á milli okk­ar á skóg­rækt­ar­stöðvun­um,“ seg­ir Ní­els Magnús Magnús­son starfsmaður í Hauka­dals­skógi í Bisk­upstung­um sem var á fullu við des­em­ber­störf­in þegar blaðamann og ljós­mynd­ara bara að garði í skóg­in­um. Um það bil 600 jóla­tré eru felld ár hvert þar í skóg­in­um.

„Flest trén fara í stóru versl­an­irn­ar sem selja jóla­tré. Þetta árið er fur­an lang­vin­sæl­ust en rauðgrenið er á und­an­haldi, senni­lega af því að það fell­ir barrið fljótt.“

Fergja þarf fjal­irn­ar


Jóla­verk­in í des­em­ber fel­ast í því að fella tré sem ætlað er að standa skreytt í hús­um mann­fólks­ins, en ekki er öllu lokið þegar þau hafa verið felld, þau þarf að flytja frá þeim stað sem þau eru söguð niður, heim í skemmu og þeim þarf að pakka í net og síðan þarf að keyra þau þangað sem þau eiga að fara. En aðalstarf vetr­ar­ins er að grisja skóg­inn, því þá er lítið annað hægt að gera.

„Þegar við grisj­um þá skap­ast meira pláss fyr­ir trén sem eru eft­ir og þá verða þau fal­legri. Til­gang­ur grisj­un­ar er einnig að gera skóg­inn væn­legri til úti­vist­ar.“ En grisj­un­in held­ur áfram all­an árs­ins hring og Ní­els seg­ir að verktaki með öfl­uga grisj­un­ar­vél sjái um stór­an hluta grisj­un­ar og fyr­ir vikið hafa safn­ast upp stór­ar stæður af trjá­bol­um í skóg­in­um.

„Megnið af því timbri sem til fell­ur í grisj­un fer í járn­blendi­verk­smiðjur Elkem þar sem það er kurlað og brennt og notað í vinnsl­una. Lengstu og grennstu trjá­bol­irn­ir fara aft­ur á móti í fiskþurrk­un­ar­hjalla en sver­ari og styttri boli flett­um við sjálf­ir í borðfjal­ir sem við selj­um frá okk­ur. Síðan þurf­um við að fergja fjal­irn­ar svo þær vindi sig ekki, á meðan mesti rak­inn er að fara úr þeim.“

Hvert ein­asta jóla­tré þarf að saga niður, bera að kerr­unni og keyra heim á traktorn­um, taka niður og pakka. mbl.is/​Rax

Á vor­in koma er­lend­ir nem­ar

Yfir vet­ur­inn eru Ní­els og Ein­ar Óskars­son verk­stjóri ein­ir að störf­um í skóg­in­um, en það lifn­ar yfir öllu á vor­in þegar skóg­fræðinem­ar koma til starfa bæði frá Írlandi og Dan­mörku, og þeir eru langt fram á haust.

„Við gróður­setj­um í skóg­in­um fleiri þúsund plönt­ur á vor­in og aft­ur á haust­in. Við gróður­setj­um líka mikið af birki inni á Hauka­dals­heiði en þýsk ferðaskrif­stofa styrk­ir það með því að gefa plönt­urn­ar. Það er í raun upp­græðsla, til að binda send­inn jarðveg­inn sem mikið blæs um,“ seg­ir Ní­els sem kann einkar vel við sig í skóg­in­um og er aldrei einn, því hund­ur­inn hans Gils er ávallt með í för, fylg­ir hon­um eins og skuggi.