Norræn málstofa um áhrif skógræktar, landgræðslu og landbúnaðar á kolefnisbindingu

Dagana 11 og 12 ágúst fer fram norræn málstofa í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað sem haldin er af Skógrækt ríkisins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, NECC (Norrænt Öndvegissetur um kolefnisrannsóknir; sjá www.necc.nu) og AFFORNORD (Norrænt rannóknaverkefni um áhrif skógræktar á umhverfið; sjá www.skogur.is/page/affornord).

Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, sem er þáttakandi í NECC (Norrænu öndvegissetri um kolefnismælingar), skráir með þessum tækjabúnaði kolefnisbindingu um leið og hún á sér stað í ungum lerkiskógi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði.

Málstofan mun fara fram í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Þar munu norrænir vísindamenn kynna nýjustu niðurstöður rannsókna sem tengjast þema hennar. Málstofan er einnig opin öðrum þátttakendum svo lengi sem húsrúm leyfir. Áhugasömum er bent á að skrá þátttöku sína hjá ráðstefnuhaldara bjarni.sigurdsson@skogur.is. Þátttökugjald er kr. 4.000 (málstofugögn, rútuferð, kaffiveitingar og hádegisverður þann 11. ágúst). Einnig geta þátttakendur tekið þátt í kvöldverði og siglingu með Orminum um Lagarfljót að kvöldi 11. ágúst, og kostar það þá aukalega kr. 6.000.

Dagskrá málstofunnar má nálgast HÉR.