Í beinu framhaldi af ráðherrafundinum sem fram fór á Selfossi í dag hófst ráðstefnan „Norrænir skógar í breyttu veðurfari“. Það eru Nordgenskog og Skógrækt ríkisins sem standa að þessari ráðstefnu og viðfangsefnin eru mörg, s.s. skógur og veðurfar, skógur og vatn, veðurfarsbreytingar, samkeppnishæf skógrækt, nýr efniviður fyrir breytt veðurfar, nýjar plágur, landshlutabundin skógræktarverkefni og landgræðsla.

 

Á ráðstefnunni voru tvö áhugaverð erindi flutt af sérfræðingum frá Skógrækt ríkisins. Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, flutti erindi um rannsókn sem gerð var á frostþoli lerkitrjá í Rússlandi. Brynhildur Bjarnadóttir flutti einnig erindi, en það fjallaði um rannsóknir sem hún hefur unnið að í námi sínu. Brynhildur vinnur nú að doktorsverkefni sínu þar sem hún rannsakar kolefnishringrás og áhrif veðurfars á hana. Auk þessara erinda fluttu ýmsir norrænir fræðimenn athyglisverða fyrirlestra um hin ýmsu málefni.