Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Fyrsta námskeiðið í nýrri röð undir heitinu Grænni skógar I fer fram í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi 22.-23. september í haust. Námskeiðaröðin tekur fimm annir og taka nemendur að jafnaði þrjú námskeið á hverri önn.

Auglýsing fyrir Grænni skóga IGrænni skógar I er námskeiðaröð sem ætluð er skógræktendum og öðrum skógareigendum sem vilja auka við þekkingu sína og árangur
í skógrækt. Námskeiðaröðin tekur fimm annir og er gert ráð fyrir að þátttakendur taki alls fimmtán námskeið á þeim tíma eða að jafnaði þrjú á hverri önn. Þetta nám er skipulagt í í samstarfi við Bændasamtök Íslands, Félög skógarbænda um allt land, Landgræðsluna og Skógræktina.

Hvert námskeið er skipulagt þannig að kennt er á föstudegi kl. 16-19 og laugardag kl. 9-16. Námskeiðin eru byggð upp sem blanda af
fyrirlestrum, verklegum æfingum og vettvangsheimsóknum. Að auki verður farið í námsferð innanlands og verður hún kynnt
sérstaklega.

Fyrsta námskeiðið verður haldið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi dagana 22. og 23. sept 2023. Skráningarfrestur er til 12. september. Hver önn kostar 94.500 krónur.

Eftirfarandi námskeið tilheyra námskeiðaröðinni Grænni skógum I:

  • Frá örfoka landi til skógar
  • Girðingar
  • Gróðursetning skógarplantna
  • Lífið í skóginum 1
  • Námsferð innanlands
  • Ræktun jólatrjáa
  • Skipulag, skógarhönnun og skógræktaráætlanir
  • Skjólbelti
  • Skógar og vistkerfi
  • Tegundaval í skógi, skógarplöntur
  • Umhirða ungskóga
  • Undirbúningur lands til skógræktar
  • Uppeldi skógarplantna – meðferð og gæðamat
  • Verkefni Grænni skógar 1

Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri Grænni skóga, Björgvin Örn Eggertsson, í síma 616 0828 eða með tölvupósti á netfangið boe@fsu.is.

Námskeiðaraðir Grænni skóga hafa verið í gangi frá árinu 2001, fyrst undir stjórn Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum, svo LbhÍ og nú Garðyrkjuskólans – FSu á Reykjum.

Frétt: Pétur Halldórsson