Margir hafa skráð sig á ráðstefnuna "Nýja bújörðin" sem haldin verður á Núpi, Dýrafirði í næstu viku, daganna 16. og 17. mars.  Það er enn hægt að skrá sig, en aðeins er svefnpokapláss í boði úr þessu.  Nú er tækifærið til að drífa í skráningu og láta aðra vita af þessum spennandi viðburði.   

Skjólskógar á Vestfjörðum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins standa fyrir ráðstefnu á Núpi í Dýrafirði daganna 16. og 17. mars nk.  Yfirskrift ráðstefnunnar er:

 

NÝJA BÚJÖRÐIN, BÚSKAPARSKÓGRÆKT, BEITARSTJÓRNUN OG NÝTING LANDS. 

Fyrri daginn er fjallað um búskaparskógrækt og síðari daginn um beitarstjórnun og nýtingu lands.  Tveir erlendir fyrirlesarar fylla dagskránna ásamt hinum innlendu. 

Skráning á ráðstefnuna fer fram hjá Skjólskógum á Vestfjörðum s: 456-8201,  og e-mail: skjolskogar@netos.is       Skráning þarf að fara fram fyrir 10. mars.