Guðmundur Ólafsson, 31 árs gamall rekstrarfræðingur á auglýsingadeild útvarpssviðs Norðurljósa, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Héraðsskóga og Austurlandsskóga og kemur hann til starfa í byrjun febrúar. Guðmundur hefur síðustu ár sinnt sölustörfum hjá Norðurljósum. Þorvaldur Jóhannsson, stjórnarformaður Héraðsskóga, segir stjórninni hafa verið mikinn vanda á höndum því fjöldi hæfra einstaklinga hafi sótt um. Alls voru umsækjendur 20 talsins. Heimild: www.ruv.is

Mynd: Morgunblaðið

Guðmundur Ólafsson gegnir stöðu sölustjóra á auglýsingadeild útvarpssviðs Norðurljósa, og annast þar sölu auglýsinga á útvarpsstöðvarnar FM957 og RadíóX 103,7. Guðmundur hóf störf hjá Útvarpssviði Norðurljósa árið 1998. Heimild: www.nlc.is og www.utvarp.is

Á stjórnarfundi Héraðs- og Austurlandsskóga 30. desember var eftirfarandi bókun samþykkt:

"Stjórnin hefur kynnt sér sérstaklega fjóra einstaklinga sem hafa ólíkan bakgrunn og menntun, það er fagþekkingu og reynslu í skógarfræðum annars vegar og fagþekkingu og reynslu í rekstri og stjórnun hins vegar.

Eftir góðar umræður samþykkir stjórn að fela formanni að ganga til samninga við Guðmund Ólafsson kt: 011072-3139 rekstrarfræðing." (Frétt 06.01.2004 á heimasíðu Héraðsskóga: www.heradsskogar.is).

Guðmundur Wium, skógarbóndi á Vopnafirði og fulltrúi félags skógarbænda á Austurlandi í stjórn Austurlandsskóga, lét bóka mótmæli við ákvörðun meirihluta stjórnar.

Nýr skógræktarstjóri settur vegna ráðningar framkvæmdastjóra Héraðsskóga

Magnús B. Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri, hefur verið settur skógræktarstjóri vegna ráðningar á nýjum framkvæmdastjóra Héraðsskóga/Austurlandsskóga en einn umsækjandinn um starfið er sonur Jóns Loftssonar, skógræktarstjóra. Þá eru tveir stjórnarmanna Héraðsskóga vanhæfir í málinu vegna tengsla við umsækjendur.
Þór Þorfinnsson skógarvörður á Hallormsstað, sem er fulltrúi Skógræktarinnar í stjórn Héraðsskóga og jafnframt undirmaður Jóns Loftssonar, þarf að víkja sæti og sömuleiðis Jóhann Gísli Jóhannsson frá Félagi skógarbænda á Héraði þar sem bróðir hans sótti um starfið. Helgi Hjálmar Bragason, sem er varamaður í stjórn Héraðsskóga, tekur sæti Jóhanns Gísla en Magnús B. Jónsson, settur skógræktarstjóri, hefur sett Jón Snæbjörnsson í stjórnina í stað Þórs í þessu máli.

20 umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Héraðsskóga og hafa einhverjir umsækjenda verið í viðtölum hjá stjórn Héraðsskóga undanfarið. Í henni sitja fulltrúar Skógræktar ríkisins, landbúnaðarráðuneytis, Félags skógarbænda á Héraði og Austurlandsskóga. Þar sem stjórnarmenn Héraðsskóga eru fjórir, geta atkvæði fallið á jöfnu og ræður þá vilji stjórnarformanns, sem er fulltrúi landbúnaðarráðuneytis. Reynt verður að ráða í stöðu framkvæmdastjóra Héraðsskóga fyrir áramót. Heimild: Morgunblaðið 16. des. 2003 (http://www.mbl.is/mm/greinilegur/frett/1062909)

Eftirsótt starf hjá Héraðsskógum
   
Í svæðisfréttum RÚV á Austurlandi var frá því greint í lok nóvember s.l. að 20 umsóknir hefðu borist um starf framkvæmdastjóra Héraðsskóga/Austurlandsskóga. Birt voru nöfn eftirfarandi 17 umsækjenda.

Björn Ármann Ólafsson, rekstrarstj. Egilsstöðum
Edda Björnsdóttir, skógarbóndi Miðhúsum
Gísli Karlsson, kennari Þórshöfn
Guðjón Smári Agnarsson, frkvstj. Rvík
Guðmundur S. Guðmundsson, ráðgjafi Rvík
Gunnar Þór Finnbjörnsson, markaðsstj. Kópavogi
Guðný Elísabet Leifsdóttir, Egilsstöðum
Jóhannes Hermannsson, rekstrarráðgj. Rvík
Jón Guðmundur Guðmundsson, sölum. Egilsstöðum
Jónas Þór Jóhannsson, sveitarstj. N-Héraði
Kristinn Jónsson, ráðgjafi Rvík
Lárus Heiðarsson, skógrráðun. Hallormsstað
Loftur Hlöðver Jónsson, Rvík
Loftur Þór Jónsson, skógrráðun. Egilsstöðum
Ragnheiður Kristiansen, ráðgjafi Eiðum
Stefán Stefánsson, Akureyri
Sverrir Haraldsson, frkvstj. Vestmannaeyjum