Þessa dagana er unnið að gerð nýs skógarstígs í þjóðskóginum í Þjórsárdal. Verkefnið er unnið í samstarfi við Sjálfsbjörgu á Suðurlandi. Markmiðið er að gera öllum kleyft að skoða sig um og njóta skóganna í Þjórsárdal. Hugmyndin er að gera nýja akbraut frá þjóðveginum að Sandá við Gvendarrana í Selhöfðum. Þar geta skógargestir farið yfir Sandána á göngubrú og gengið eftir skógarstíg að áningarstað á Selfitum, sjá uppdrátt hér að neðan.

Þessa dagana er Jóhannes verkstjóri Skógræktarinnar að smíða brú yfir Sandá og nú þegar hefur verið rudd braut í gegn um skóginn að brúarstæðinu. Næst verður sett möl í stíginn og ofan á hana sett malarefni sem þjappast vel og hægt er að aka hjólastólum eftir. Sjálfsbjörg fékk 1.milljón kr styrk frá Ferðamálaráði í verkefnið og standa vonir um að svipaður styrkur fáist úr Pokasjóði. Þegar fyrsta áfanga stígsins er lokið ættu allir landsmenn að geta notið fegurðar skóganna í Þjórsárdal.

frett_04042007_1