Mynd: Hreinn Óskarsson
Mynd: Hreinn Óskarsson

Undanfarið hefur verið unnið að gróðursetningu í 20 ha skóg í landi Stóra Kollabæjar í Fljótshlíð. Er þessi skógur gróðursettur í minningu Teits Sveinssonar frá Grjótá í Fljótshlíð (1917-2010) en hann gaf Skógræktarfélagi Rangæinga fé fyrir nokkrum árum sem skyldi nýtast til að rækta upp skóg í Fljótshlíð. Ákveðið var í haust að skógurinn yrði gróðursettur í landi Skógræktar ríkisins í Kollabæ og hefur verið unnið að undirbúningi, s.s. jarðvinnslu og vegagerð í vetur. Í byrjun júlí var hafist handa við gróðursetningu og hafa verktakar unnið að verkefninu, m.a. íþróttahópar. Svæðið er hugsað sem útivistarsvæði í framtíðinni og verða stígar gerðir um svæðið sem tengjast inn á eldri stíga á Tumastöðum og Tunguskógi.

Á meðfylgjandi myndum má sjá stúlkur úr þriðja flokki UMF Selfoss í knattspyrnu vinna við gróðursetningu í Teitsskógi.

frett_20072011_2

frett_20072011_3

frett_20072011_4

Texti: Hreinn Óskarsson
Myndir: Hrafn Óskarsson og Hreinn Óskarsson