(Mynd: Edda S. Oddsdóttir)
(Mynd: Edda S. Oddsdóttir)

Undanfarin misseri hefur farið fram mikil vinna við að staðla landupplýsingaskráningar í skógrækt. Allir helstu aðilar sem skrá landupplýsingar varðandi skógrækt á Íslandi eiga fulltrúa í vinnuhópi sem hittust 3. og 4. febrúar á Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá í því skyni að yfirfara nýjan landupplýsingastaðal sem hefur verið í smíðum. Tilgangur staðalsins er að samræma landupplýsingaskráningar í skógrækt á Íslandi sem hefur marga kosti í för með sér, m.a. verður flutningur landupplýsingagagna milli aðila auðveldari. Stefnt er að því að staðallinn verði tilbúinn á þessu ári.

Meðfylgjandi mynd er tekin á staðlafundinum, en þess má geta að daginn áður hélt Björn Traustason sérfræðingur á Mógilsá námskeið fyrir þennan sama hóp í notkun landfræðilegra upplýsingakerfa. Björn hefur haldið utan um staðlavinnuna.

Á myndinni eru (efri röð f.v.) Guðmundur Sigurðsson, Rúnar Ísleifsson, Kristján Jónsson, Sigvaldi Ásgeirsson, Ragnhildur Freysteinsdóttir, Anna Guðrún Albrecht, Böðvar Guðmundsson, Björn Traustason (neðri röð f.v.) Einar Gunnarsson, Sherry Curl, Hrönn Guðmundsdóttir og Valgerður Erlingsdóttir.


Texti: Björn Traustason

Mynd: Edda S. Oddsdóttir