Mynd: Hótel Geysir
Mynd: Hótel Geysir

Fagráðstefna skógræktar 2020 verður haldin á Hótel Geysi í Haukadal 18.-19. mars með þátttöku Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Afurða- og markaðsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni undir yfirskriftinni „Grænir sprotar og nýsköpun“. Auglýst er eftir erindum og veggspjöldum á ráðstefnuna.

Ráðstefnan er að haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Landssamtaka skógareigenda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógfræðingafélags Íslands.

Erindi tileinkuð afurða- og markaðsmálum verða uppistaðan í dagskránni fyrri daginn.

Erindi og veggspjöld óskast – skilafrestur:

  • tillögur að erindum: skilafrestur 31. janúar
  • tillögur að veggspjöldum: skilafrestur 10. mars

Dagskrá fyrri dags ráðstefnunnar hefur þegar verið fyllt að talsverðu leyti og því er einkum óskað eftir erindum fyrir seinni daginn. Til greina koma erindi og veggspjöld um hvers kyns málefni sem snerta skógvísindi, skógrækt og skógtækni.

Hægt er að senda inn tillögu að kynningu með því að smella á eftirfarandi hlekk:

Haft verður samband við höfunda tímanlega fyrir ráðstefnuna. Nánari upplýsingar gefur Brynja Hrafnkelsdóttir í netfanginu brynja@skogur.is eða í síma 867 9574. Brynja tekur jafnframt við tillögum að erindum og veggspjöldum.

Undirbúningsnefnd Fagráðstefnu 2020

Bjarni D. Sigurðsson Landbúnaðarháskóla Íslands (bjarni@lbhi.is)
Brynja Hrafnkelsdóttir Skógfræðingafélagi Íslands (brynja@skogur.is)
Jón Ásgeir Jónsson Skógræktarfélagi Íslands
Hlynur G. Sigurðsson Landssamtökum skógareigenda
Sigríður Ingvarsdóttir Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Hreinn Óskarsson Skógræktinni
Björn Bjarndal Jónsson Skógræktinni
Harpa Dís Harðardóttir Skógræktinni
Ólafur Eggertsson Skógræktinni