Þegar ekið er um þjóðveg nr 120 frá Yosemitedal í átt til Tahoevatns er farið um háan hluta Sierra Nevada í um 2.500 m hæð. Segja má að þar sé landið ein granítklöpp og sáralítið um jarðveg. Engu að síður vaxa þarna tré og þar sem vegurinn liggur hæst einkum stafafura og einitegund nokkur, Juniperus occidentalis. Þessi einitegund er smávaxið tré frekar en runni, oftast einstofna. Hugtakið „smávaxið“ er þó afstætt því hæsti einstaklingur þessarar tegundar er 26 m hár. Trén vaxa hægt og geta orðið allt að 3.000 ára gömul. Öldungarnir á granítklöppunum hafa komið sér fyrir í smásprungum fyrir löngu síðan og af ótrúlegri seiglu náð að draga þar fram lífið.

Þessi einitegund hefur ekki verið ræktuð á Íslandi, en ætti þó vel að geta lifað hér sé fræ tekið í nægilega mikilli hæð. Tré eins og á meðfylgjandi myndum verða þvó ekki til nema mörgum öldum. Og þó, hver veit? Trén gætu tekið uppá því að vaxa miklu hraðar ef þau fengu mold til að vaxa í.


Texti og myndir: Þröstur Eysteinsson