Skógrækt með skipulag, öryggi og eldvarnir í huga verður til umfjöllunar á opinni ráðstefnu um almannavarnir og skipulag sem fram fer á Selfossi föstudaginn 17. maí.
Ráðstefnuna halda Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) ásamt lögreglustjóraembættunum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum í samstarfi við Skipulagsstofnun.
Í erindum á ráðstefnunni verður gerð grein fyrir náttúruvá á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum, horft til afleiðinga þeirra og tíðni. Litið verður til fenginnar reynslu um hvað reynist vel og hverju sé ábótavant, til dæmis í umsagnarferli vegna skipulagsmála. Fjallað verður um sýn á almannavarnir og skipulag byggðar með tilliti til náttúruvár, forvarnarþátt almannavarna og með hvaða hætti sé hægt að draga úr líkum á tjóni vegna skipulags. Einnig koma loftslagsbreytingar við sögu, velt upp við hverju megi búast og hvaða áhrif yfirvofandi breytingar geti haft á skipulag á Suðurlandi til lengri tíma, svo sem breytt sjávarstaða, bráðnun jökla, hlýnun andrúmsloft og fleira.
Ráðstefnan er opin en skráningar er óskað á vef SASS.
Dagskrá ráðstefnunnar
9.00 Kaffi og skráning
9.30 Ráðstefna opnuð – Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri Vestmannaeyjum
9.35 Setning ráðstefnu – Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra
9.45 Náttúrurvá á Suðurlandi. Gerð grein fyrir náttúruvá á Suðurlandi og Vestmannaeyjum, horft til afleiðinga og tíðni. Umsagnir og hvað virkar og hvað vantar. Hvað þarf að bæta í umsagnarferli vegna skipulagsmála. – Jórunn Harðadóttir, Veðurstofu Íslands
10.25 Sýn á almannavarnir. Forvarnarþáttur almannavarna með hvaða hætti er hægt að draga úr líkum á tjóni vegna skipulags. Hver er staðan í dag og hvað þarf að bæta reynsla og dæmi. – Víðir Reynisson
10.45 Skipulag byggðar með tilliti til náttúruvár – Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar
11.05 Loftlagsbreytingar – áhrif á skipulag. Við hverju má búast og hvaða áhrif getur það haft á skipulag á Suðurlandi til lengri tíma á suðurlandi. (sjávarstaða, bráðnun jökla, hlýnur andrúmslofts o.sfr.) – Halldór Björnsson Veðurstofu Íslands
11.30 Tryggingar og náttúruvá – Hulda Ragnheiður Árnadóttir, Náttúruhamfaratryggingum Íslands
Hvaða áhrif hefur það á tryggingar mannvirkja sem byggð eru á náttúruhamfarasvæði. Lög og skyldur Náttúruhamfaratrygginga Íslands.
12.00 – 13.00 Matarhlé – Léttur hádegisverður á Hótel Selfossi í boði SASS
13.00 Sjónarmið – frá skipulagslegu viðhorfi
Manngerðir jarðskjálftar. Áhrif og aðkoma skipulagsyfirvalda sveitarfélag hvað má betur fara – Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar
Sumarbústaðasvæði. Úttekt sveitarfélagsins, lærdómur og áhrif á skipulag og hvað má bæta. – Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar
Skógrækt – skipulag. Skógrækt með skipulag, öryggi og eldvarnir í huga. – Björn B. Jónsson, verkefnastjóri Skógræktinni
Varúðarsvæði og náttúruvá. Áhrif á skipulag – Sigurður Smári Benónýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar
Eldgosavá – jökulflóð – berghlaup – Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Höfn Hornarfirði
14.00 Pallborð – náttúrvá og skipulagsmál
Spurningar frá ráðstefnuhaldara og einnig úr sal um það sem fram hefur komið á ráðstefnunni. Hverju þarf að huga betur að og hver eiga að vera næstu skref?
Fulltrúar í pallborði
- Formaður stjórnar SASS Eva Björk Harðardóttir
- Veðurstofa Íslands Halldór Björnsson
- Skipulagsstofnun Ásdís Hlökk Theodórsdóttir
- Sveitarfélögunum Ásta Stefánsdóttir
- Almannavarnir Víðir Reynirsson
Ráðstefnuslit: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra